top of page
Search

Enn eykst netverslun

RSV hefur birt á innri vef sínum nýjustu tölur um umfang erlendrar netverslunar fyrir marsmánuð.


Erlend netverslun heldur enn áfram stöðugum vexti og er nærri 35% hærri en í mars 2024. Erlend netverslun Íslendinga nam rúmum 2,4 milljörðum í mars en stærsti útgjaldaflokkurinn var liðurinn fatnaður og skór sem nam rétt tæpum milljarði.

Mikla aukningu má sjá í flokknum byggingavörur en þar valda helst ljósa- og rafmagnsvörur af ýmsu tagi.


Gögnin má nálgast á áskriftarvef RSV, veltan.is þar sem einnig má skoða niðurbrot niður á ákveðna vöruflokka og upprunalönd.





RSV býður fyrirtækjum upp á ítargreiningar á þróun verslunar og þjónustu á Íslandi. 

RSV hefur nú sett saman skýrslu sem inniheldur m.a. töluleg gögn um þróun íslenskrar verslunar, íslenskrar netverslunar og erlendrar netverslunar ásamt spálíkönum um þróun fram til ársins 2030. Skýrslan inniheldur einnig ítarlegri upplýsingar um erlenda netverslun, upprunalönd og tollflokka frá stærstu innflutningslöndum.


Í lokin fylgja svo helstu niðurstöður úr rannsóknum á notkun Íslendinga á netverslunum, í hvaða tilgangi þær eru nýttar og hvort Íslendingar nýti íslenskar verslanir sem mátunarklefa og hvernig þeir vilja helst fá vörur afhentar úr netverslunum.


Skýrslan kostar 79.900 kr án vsk og ársfjórðungsleg uppfærsla á skýrslunni er á 59.900 kr án vsk. Frekari upplýsingar má fá á rsv@rsv.is 

 
 
bottom of page