top of page

Ný skýrsla um þróun netverslunar

Vissir þú t.d. að í mars 2025 (eingöngu þann eina mánuð):

  • Keyptu Íslendingar kaffi fyrir 1,2 milljónir króna og ólífuolíu fyrir tæpar 400.000 kr.

  • Ryksugur seldust til einstaklinga fyrir tæpar 3 milljónir króna í erlendum netverslunum.

  • Vinnuvélar, farartæki og varahlutir voru keypt fyrir 188 milljónir króna.

  • Skóverslun náði 188 milljónum króna.


Ný skýrsla RSV um erlenda netverslun kafar ofan í kauphegðun Íslendinga í erlendum netverslunum, hvað er verið að kaupa og hvaðan.


Með skýrslunni gefst fyrirtækjum nú betra tækifæri til þess að leggja mat á áhrif erlendrar netverslunar á þeirra geira og sjá hvar hún liggur helst.


Skýrslan inniheldur eftirfarandi gögn:

  • Spálíkan um þróun innlendrar verslunar til 2030

  • Spálíkan um þróun innlendrar netverslunar til 2030

  • Spálíkan um þróun erlendrar netverslunar til 2030

  • Nýjustu tölur um erlenda netverslun

    • Brotið niður á stærstu útflutningslönd

    • Brotið niður á grófa verslunarflokka

    • Brotið niður á undirflokka

    • Brotið niður á yfirtollflokka


Með þessu má sjá með nákvæmum hætti hvað Íslendingar panta á netinu frá stærstu útflutningslöndunum.

Einnig inniheldur skýrslan niðurstöður úr rannsóknum frá 2020, 2021 og 2024 um í hvaða tilgangi Íslendingar nýta netverslanir, hvort þeir nýti íslenskar verslanir sem “mátunarklefa” og hvernig þeir vilji helst fá vörur úr netverslunum afhentar.

Með skýrslunni fylgir svo stuttur kynningafundur á Teams þar sem farið er yfir innihaldið þannig allt sé vel skýrt.


Skýrslan inniheldur tölur marsmánaðar og kostar fyrir áskrifendur Veltunnar 69.900 en aðra 79.900.


Sendið línu á rsv@rsv.is fyrir frekari upplýsingar og til að panta skýrsluna.

 
 
bottom of page