Breytingar á hrávörumörkuðum í september
- Rannsóknasetur verslunarinnar
- Oct 7
- 1 min read
RSV tekur mánaðarlega saman og birtir sérstaka hrávöruverðsvísitölu sem sýnir þróun ýmissa lykilhrávara á mörkuðum. Þegar vísitölur septembermánaðar eru skoðaðar má sjá að enn heldur nautakjöt áfram að hækka og hefur aldrei mælst hærra en það sama má segja um bæði gull og silfur. Óvissa á mörkuðum ýtir undir hækkanir á góðmálmum en ástæður verðhækkana á nautakjöti má bæði rekja til aukinnar eftirspurnar en einnig áhrifa tolla í Bandaríkjunum. Farið er að draga úr verði á kakói en það hefur lækkað um ríflega 30% frá hæstu verðum í kringum síðustu áramót. Appelsínuverð hefur lækkað um helming frá síðustu áramótum þegar það náði hápunkti eftir lélega uppskeru í fyrra.
Hér fyrir neðan má sjá vísitölu gullverðs en fleiri hrávöruvísitölur má nálgast á innri vef RSV, veltan.is
