Samdráttur í innflutningi
- Rannsóknasetur verslunarinnar

- Sep 2
- 1 min read
RSV birtir mánaðarlega tölur um innflutningsverðmæti undirflokka dagvöru, bifreiða, raftækja og byggingavöru. Nú hafa tölur júlímánaðar verið birtar á veltan.is
Nokkuð minna var flutt inn af kaffi en á sama tíma og í fyrra, nærri helmingi minna af sykri en einnig var flutt inn minna magn af kæli- og frystitækjum til heimilisins, þvottavélum og sjónvörpum. Þegar fyrstu 7 mánuðir ársins eru bornir saman við sama tímabil í fyrra má sjá að nokkuð hefur dregið úr innflutningi á þvottavélum eða um -9,4% að verðmæti og -6,4% í einingum og innflutningur á sjónvörpum hefur dregist saman um -13,5% að verðmæti og -9,9% í einingum.
Hægt er að fylgjast með verðmætistölum á veltan.is en einnig býður RSV fyrirtækjum ítargreiningar innflutningstölum og löndum.



