top of page

Breytingar á verðlagi í ágúst

RSV tekur mánaðarlega saman breytingar á verðlagi valinna undirflokka vísitölu neysluverðs og birtir breytingar á verðlagi. Líkt og fyrri tímabil er enn vart hækkunar á verði á kakói, súkkulaði og kaffis eftir miklar hækkanir á hrávöruverði þessara flokka undanfarin misseri. Það sama má segja um appelsínur og nautakjöt ásamt því sem kartöflur hækka enn eftir uppskerubrest í fyrra.


Nokkuð af innlendum vörum hækkuðu á tímabilinu. Egg hækkuðu um 10,7% og hafa farið hækkandi frá maímánuði, mjólk um rétt tæp 7% og smjör um rétt tæp 6,3%. Lambakjöt hækkaði um rétt rúm 9%.

Sjónvörp og leikjatölvur ásamt barnaskóm voru í ágúst stærstu undirflokkarnir sem lækkuðu um 8-11% en líklega hafa þar útsölur mest áhrif.


Veltan.is er innri vefur RSV þar sem hægt er að sjá breytingar á verðlagi yfir 70 undirflokka ásamt öðrum atriðum sem hafa áhrif á ytri skilyrði til verslunar t.d. gengisþróun og hrávöruverðsvísitölur.


ree

 
 
bottom of page