Heildar greiðslukortaeyðsla* nam 63,5 ma í febrúar síðastliðnum og dróst saman um -13% samanborið við febrúar í fyrra og um -3% samanborið við janúar 2021. Innlend kortaeyðsla vex um 17% en erlend kortaeyðsla dregst hinsvegar ennþá mikið saman, alls -93% milli ára.
Greiðslukortaeyðsla Íslendinga hérlendis heldur áfram að aukast og greinist 9,2 ma á milli ára en dregst hinsvegar saman um rúmar 800 milljónir milli mánaða (feb vs. jan).
Erlend greiðslukortaeyðsla hérlendis heldur áfram að dragast saman og nam einungis 1.4 ma í febrúar sl. samanborið við tæplega 20 ma í febrúar 2020 (-93%) og dregst einnig saman um 93 milljónir milli mánaða (feb vs. jan).
*Samanlögð innlend og erlend kortavelta í flokkunum verslun, þjónusta, opinber gjöld og úttektir á reiðufé
Verslun og þjónusta
Heildar greiðslukortaeyðsla í verslun og þjónustu í febrúar nam 63.2 ma og óx um 8% samanborið við febrúar 2020 sem er auking um 4,6 ma. Samdráttur er hinsvegar milli mánaða (feb vs. jan) um -1% eða 760 milljónir. Hafa ber í huga að í febrúar voru 28 dagar samanborið við 31 dag í janúar.
Verslun
Heildar greiðslukortaeyðsla í verslun nam 36,6 ma í febrúar 2021, vex um 23% milli ára (+6.8ma) en dregst saman um -1.8 ma milli mánaða. Aukning er bæði í hefðbundinni verslun sem og í vefverslun á milli ára. Hefðbundin verslun vex um 5,7 ma (+20%) og vefverslun vex um 1.2 ma (+121%) milli ára. Vefverslun sem hlutfall af heildarverslun vex úr 3% í febrúar 2020 í 6% 2021, en lækkar samanborið við 7% í janúar 2021.
Velta vex í öllum stærstu vöruflokkum heildarverslunar milli ára (+6,9 ma) en dregst saman í öllum flokkum á milli mánaða (-1,8 ma feb vs. jan). Hlutfallslega mesta aukningin milli ára er í og raf- og heimilistækjaverslunum sem vex um 51% en í krónum talið er mesta aukningin í stórmörkuðum og dagvöruverslun sem vex um 2,5 ma (+18%). Tollfrjáls verslun dregst saman um -93% en áfengisverslun vex um 35% milli ára.
Sama þróun á sér stað í vefverslun, aukning mælist á milli ára í öllum vöruflokkum en samdráttur milli mánaða. Eyðsla í lyfja, heilsu og snyrtivöruverslunum vex hlutfallslega mest í vefverslun á milli ára, alls +285%, stórmarkaðir og dagvöruverslanir um 258% og verslanir með heimilisbúnað um 224%.
Hlutfallslega mesta aukningin í hefðbundinni verslun (e. in-store) er eyðsla í raf- og heimilistækjaverslunum sem vex um 43%. Áfengisverslun vex um 35%, byggingavöruverslun vex um 34% og dagvöruverslun um 15%. Samdráttur var hinsvegar í gjafa- og minjagripaverslun, bóka-, blaða- og hljómplötuverslun og tollfrjálsri verslun.
Þjónusta
Eyðsla í innlendri þjónustu í febrúar var 26,6 ma, -8% samdráttur mælist á milli ára en hinsvegar mælist 5% vöxtur samanborið við janúar 2021. Heildarneysla þjónustu í vefverslun var 6 ma, dregst saman um -11% milli ára meðan 21% vöxtur var í febrúar 2020 samanborið við 2019.
Erlend kortavelta
Mikill samdráttur er ennþá í erlendri kortaeyðslu, bæði milli ára og mánaða. Í febrúar nam erlend kortaeyðsla 1,4 ma og dregst saman -12.7 ma (-90%) samanborið við febrúar 2020 og -1,4 ma (-6%) samanborið við janúar 2021.
Um gögnin
• Upplýsingar byggðar á kortaveltugögnum frá færsluhirðum, nánar tiltekið Valitor, Borgun, Kortaþjónustan og Netgíró (kortavelta frá Pei og Síminn Pay eru ekki innifalin). Gögnin koma frá færsluhirðum niðurbrotin á verslun og vefverslun.
• Gögnin innhalda ekki einkaneyslulán (raðgreiðslur, yfirdráttur o.þ.h).
• Tímabilið er almanaksmánuðir (ekki hefðbundið kortatímabil).
• Gögnin innhalda bæði debet og kreditkort, einstaklinga og fyrirtækja (Fyrirtækjakort c.a. 8% af veltunni fyrir árið 2020).
• Gögnin sýna þróun á breytilegu verðlagi.
Nánari upplýsingar veita
Forstöðumaður RSV
edda@rsv.is
S: 823-4564
Sérfræðingur, RSV
aron@rsv.is