top of page

56% meira af innfluttum kartöflum

RSV tekur mánaðarlega saman innflutning á völdum vöruflokkum og birtir á innri vef sínum veltan.is


Meðal vöruflokka eru nokkrar gerðir matvæla t.d. kartöflur, ávextir, grænmeti, sætindi o.fl. Athygli hefur vakið aukinn innflutningur á kartöflum en uppskera ársins í fyrra var minni en vonir stóðu til um. Þegar fyrstu sex mánuðir ársins 2025 eru bornir saman við sama tímabil í fyrra má sjá aukningu á innflutningi úr rúmum 1200 tonnum upp í rúmlega 1900 tonn eða um 56% aukningu.


Innflutningur á tímabilinu í tonnum talið á ávöxtum hefur aukist um 3%, innflutningur á grænmeti um 4,7% kexi, kökum og brauðvörum um 7,9%, sykri um 10,7%. Aukning á innflutningi á kaffi nam um 22,9% en samdráttur varð á innflutningi á kornvöru til manneldis á tímabilinu um tæp 23%.


RSV birtir upplýsingar um innflutning nokkurra gerða raftækja, þ.á.m. kæli- og frystitækja, þvottavéla og sjónvarpstækja og má þar sjá samdrátt í innflutningsverðmæti á fyrri helmingi ársins 2025 sbr. við sama tímabil 2024. Innflutningsverðmæti kæli- og frystitækja lækkaði um 2,8%, þvottavéla um 8,7% og sjónvarpa um 13,1%.


Samdráttur hefur orðið í innflutningi í flestum gerðum þeirra byggingavara sem RSV birtir upplýsingar um, eða um 29% samdráttur í tonnum á innfluttu timbri, 29% samdráttur í innflutningi á krossvið, 7,5% samdráttur í innflutningi á spóna- og byggingaplötum, 37% í rúðugleri. Á tímabilinu hefur innflutningur aukist á bæði steypustyrktarjárni um 26,7% og á þakjárni um 182,3% í tonnum talið.


ree

 
 
bottom of page