top of page

Verðgáttin var samstarfsverkefni aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga sem voru undirritaðir árið 2022. Markmið verkefnisins var að auka aðhald á neytendamarkaði til að halda verðbólgu í skefjum. Verðgáttin sýndi neytendum í hvaða verslun þeirra matarkarfa var ódýrust. Einnig gerði hún neytendum kleift að fylgjast með þróun verðlags helstu neysluvara í stærstu matvöruverslunum landsins, Bónus, Krónunni og Nettó. Samningur var gerður milli Menningar- og viðskiptaráðuneytisins og RSV og var hlutverk RSV að hanna og setja upp gagnagrunn og rafræna gátt sem tók á móti gögnum frá verslunum og miðla inn á síðuna til að neytendur gætu með einföldum hætti borið saman verð milli verslana, vöruverð eins og það var deginum áður og þróun vöruverðs frá upphafi árs 2023. Verkefnið stóð yfir allt það ár eða þar til samningi lauk í lok árs 2023.


Í lok árs 2023 fór nýtt smáforrit (e. app) á vegum ASÍ í loftið sem heitir Prís. Í forritinu geta neytendur á augabragði skoðað verðlagningu vara á milli verslana. Það mætti því segja að Prís hafi tekið við keflinu af Verðgáttinni. Hægt er að nálgast smáforritið í gegnum heimasíðu ASÍ.


RSV þakkar fyrir að hafa fengið það traust að halda utan um verkefni og koma því á fót. 



115 views

Comentarios


bottom of page