top of page

Mikil aukning á erlendri netverslun í október

Eftir örlítinn samandrátt í erlendri netverslun í september (-0,24%) varð mikil aukning í október eða 12,8% miðað við október í fyrra.Sé horft á aukningu milli september og október í ár er aukningin nær 30%.

Aukning á erlendri netverslun það sem af er ári nemur nú tæpum 14,3%.


Sé horft til ólíkra undirflokka netverslunar er enn mest netverslun með fatnað og skó og jókst hún milli októbermánaða um 12,3%. Dró nokkuð úr erlendri netverslun með lyf og lækningavörur (-22,2%) en aukning varð á sama tíma í erlendri netverslun með matvöru (28,3%).


RSV birtir mánaðarlega upplýsingar um uppruna þeirra vara sem koma í gegnum erlenda netverslun og er hlutfall vara frá Kína nú um 40% en var við upphaf mælinga 2022 rétt tæp 30%..

Hægt er að skoða betur þróun erlendrar netverslunar á innri vef RSV, veltan.is



 
 
bottom of page