top of page

6 milljarðar í erlenda netverslun frá Kína


Íslendingar versluðu mest í erlendri netverslun frá Kína eða fyrir rúmlega 6 milljarða króna árið 2023 en við Íslendingar versluðum fyrir 27,4 milljarða króna í erlendri netverslun árið 2023. Í öðru sæti eru Bandaríkin með 4,2 milljarða króna en Bretland situr í þriðja sæti með 3,2 milljarða króna. Þýskaland og Holland fylgja svo fast á eftir. Hollendingar slá Víetnam úr fimmta sæti frá árinu 2022 en innflutningur frá Hollandi tvöfaldaðist milli ára. Kína sat einnig á toppnum fyrir árið 2022 með 6,2 milljarða króna af 23,9 milljörðum sem fóru í erlenda netverslun.

Í desember 2023 versluðu Íslendingar í erlendri netverslun fyrir 2,9 milljarða króna en það er 9,4% hækkun á milli ára en til samanburðar að þá versluðu Íslendingar fyrir 5,4 milljarða króna í innlendri netverslun. Innlend netverslun í þjónustu er 10,2 milljarðar í desember 2023 en erlend netverslun í þjónustu er ómælanleg til samanburðar þar sem að gögnin um erlenda netverslun byggjast á mánaðarlegum skýrslum frá Tollinum.


Innlend netverslun hækkar um 20,8% á milli ára


Innlend netverslun fyrir árið 2023 nam 50,4 milljörðum króna og hækkar um 20,8% á milli ára á meðan erlend netverslun nemur 27,4 milljörðum króna og hækkar um 14,6% á milli ára. Verslun á netinu í dagvöruverslunum innanlands hefur aukist um 48,7% á milli ára og má telja að landsmenn hafi verið duglegir að nýta sér tækni dagvöruverslana á árinu sem leið.

Rannsóknasetur verslunarinnar birtir mánaðarlega gögn um erlenda netverslun byggða á skýrslum frá Tollinum um tollafgreiddar vörur sem koma erlendis frá senda á einstaklinga. Gögn um innlenda netverslun er byggð á Kortaveltugögnum RSV.


85 views

留言


bottom of page