top of page

6% samdráttur í kortaveltu erlendra ferðamanna

Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi, dróst saman um 6,1% á milli ára í janúar og nam 13,7 milljörðum kr. í mánuðinum. Í krónum talið nam lækkunin milli ára 884 milljónum kr., á breytilegu verðlagi.

Í krónum talið vó samdráttur í veltu gistiþjónustu mest, munurinn á milli ára nam 336 milljónum kr. á breytilegu verðlagi.  Velta flokksins nam 3,2 milljörðum kr. og dróst saman um 9,4% á milli ára. Velta veitingasölu nam 1,5 milljarði kr. í mánuðinum og dróst saman um 6,5% samanborið við fyrra ár. Velta í dagvöruverslunum jókst um 4% í kortaveltu erlendra ferðamanna á milli ára í mánuðinum og nam 553 milljónum kr. Þá jókst velta í gjafa- og minjagripaverslunum um 9,3% á milli ára í janúar.


13 views

Úttekt á kortaveltugögnunum

Rannsóknasetur verslunarinnar fór í ítarlega útttekt á kortaveltugögnunum sínum til þess að tryggja áframhaldandi gæði gagnanna og urðu nokkrar minniháttar breytingar á gögnunum fyrir árið 2023. RSV á

bottom of page