Breytingar á hrávöruverðum
- Rannsóknasetur verslunarinnar
- Apr 4
- 1 min read
RSV birtir mánaðarlega þróun hrávöruverðsvísitölu þar sem fylgst er með verðþróun á völdum hrávörum.
Vísitala marsmánaðar hefur nú verið birt og má þar sjá áframhaldandi sveiflur á mörkuðum. Verð á gulli er áfram hátt og hefur aldrei mælst hærra verð á kókosolíu. Aðeins hefur slegið á verðhækkanir á kakói og kaffi þó enn séu verð há. Veruleg verðlækkun hefur orðið á appelsínum eftir miklar hækkanir síðasta árið og hefur vísitalan ekki mælst lægri síðan í mars 2024 en er þó mun hærri en árin á undan.
