top of page

Breytingar á hrávöruverðum

RSV tekur mánaðarlega saman og birtir sérstaka hrávöruverðsvísitölu sem sýnir þróun ýmissa lykilhrávara á mörkuðum. Þegar vísitölur október eru skoðaðar má sjá að nautakjöt heldur áfram að hækka og hefur aldrei mælst hærra, sem endurspeglast einnig í verðbólgutölum innanlands.

Gull, silfur og kopar hafa aldrei mælst hærri, þó nokkuð hafi dregið úr verði á gulli frá hæsta punkti innan mánaðar í október. Platína hefur ekki mælst hærri síðan 2013. Hækkanir á eðalmálmum má helst rekja til óvissu á mörkuðum en verðhækkanir á nautakjöti má rekja bæði til aukinnar eftirspurnar og áhrifa tolla í Bandaríkjunum


Dregið hefur verulega úr verði á kakói en kakóverð hefur lækkað um hátt í 45% frá hæstu verðum í kringum síðustu áramót. Appelsínuverð hefur meira en helmingast frá síðustu áramótum þegar það náði hápunkti eftir lélega uppskeru í fyrra.


Þróun á heimsmarkaðsverði skýrir þó aldrei allar verðbreytingar innanlands og má nefna að verðhækkun á kartöflum innanlands nemur 14,47% milli ára samkvæmt vísitölu neysluverðs, á sama tíma og innflutningur á kartöflum hefur dregist saman og heimsmarkaðsverð lækkað verulega.


Hér fyrir neðan má sjá verðvísitölu gulls frá janúar 2010 til október 2025.


ree

 
 
bottom of page