Greining RSV á innlendri kortaveltu í nóvember sl., með daglegri tíðni, leiddi í ljós að Singles day er vinsælasti afsláttardagur mánaðarins í netverslun en Black Friday vinsælastur í verslun á staðnum (e. in-store). Það sama kemur í ljós þegar dagleg velta nóvembermánaðar er skoðuð fyrir árin 2021 og 2020.
Rúmlega 4,9% af kortaveltu á staðnum í nóvember sl. fór í gegnum greiðslukerfi fyrirtækja þann 25.11 á Black Friday. Hlutfall kortaveltu á staðnum er að jafnaði 3,2% á meðaldegi í nóvember. Rúmlega 12,4% af kortaveltu á staðnum fóru í gegnum greiðslukerfi fyrirtækja þessa þrjá afsláttardaga mánaðarins. Það jafngildir meðalveltu upp á tæpa 3,2 milljarða kr. hvern afsláttardag á meðan meðalvelta var rúmlega 1,8 milljarður kr. aðra daga mánaðarins.
Myndin sýnir heildarkortaveltu innlendra greiðslukorta innanlands, í nóvember, á verðlagi hvers árs. Greina má áhrif afsláttardagana ár hvert og skýr merki sjást um vikudagaáhrif í kortaveltu á staðnum (e. in-store), en sú velta er jafnan mest á föstudögum og minnst á sunnudögum.
Þegar innlend kortavelta er skoðuð með daglegri tíðni má greina áhrif afsláttardagana í nóvember en einnig sjást skýr merki um vikudagaáhrif í kortaveltu á staðnum, en sú velta er jafnan mest á föstudögum og minnst á sunnudögum. Hlutfall kortaveltu á staðnum þann 11.11 á Singles day jókst á milli ára en hafa ber í huga að sá dagur lenti á föstudegi í ár svo líklega vega vikudagaáhrifin sterkt í þeirri aukningu.
Rúmlega 10,4% af kortaveltu á netinu í nóvember sl. fór í gegnum greiðslukerfi fyrirtækja þann 11.11 á Singles day. Hlutfall kortaveltu á netinu er að jafnaði 2,8% á meðaldegi í nóvember. 22,1% af kortaveltu á netinu fóru í gegnum greiðslukerfi fyrirtækja þessa þrjá afsláttardaga mánaðarins. Það jafngildir meðalveltu upp á tæpan 1,2 milljarða kr. hvern afsláttardag á meðan meðalvelta var tæplega 330 milljónir kr. að meðaltali aðra daga mánaðarins á netinu.
Hlutfall kortaveltu á netinu á afsláttardögum hefur dregist saman á milli ára en kortavelta á netinu í nóvember jókst um 13,4% á milli ára. Mikið bar á því þetta árið að afsláttardagar teygðu sig yfir á aðra daga mánaðarins sem gæti haft áhrif á dreifingu afsláttadagarveltunnar niður á daga en meðalveltan aðra daga mánaðarins jókst um 16% frá fyrra ári.
Greiningu RSV um kortaveltu í nóvember, með daglegri tíðni, má nálgast hér.
Nánari um greiðslukortaveltu innanlands og aðra tölfræði RSV hér.
Nánari upplýsingar veitir:
Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir
Forstöðumaður RSV
sigrun@rsv.is
S: 533-3530
Comentarios