top of page

Erlend kortavelta nú upp um 54% á milli mánaða

Heildar greiðslukortavelta* í júní síðastliðnum nam 91,6 milljörðum kr. og jókst um 6% á milli mánaða og um 14,5% samanborið við júní 2020. Erlend kortavelta jókst um 54% á milli maí og júní 2021. Aukning erlendrar kortaveltu á milli ára er 197% ef horft er á júní veltu. Innlend kortavelta jókst um 7,63% á milli ára.


Kortavelta Íslendinga hérlendis


Kortavelta Íslendinga hérlendis var 7,63% hærri í júní síðastliðnum en í júní í fyrra. Íslendingar kaupa, líkt og í síðasta mánuði, gistiþjónustu í auknum mæli sem bendir til að Íslendingar séu á ferðalögum innanlands þetta sumarið. Innlend kortavelta gististaða jókst um 30% á milli mánaða og nam rúmum 1,367 milljónum kr. í júní. Þá jókst innlend kortavelta bílaleiga um 47,5% á milli mánaða og 33,4% á milli ára sem bendir einnig til ferðalaga Íslendinga innanlands.


Innlend kortavelta í þjónustu ferðaskrifstofa og söluaðila með skipulagðar ferðir eykst enn, nú um 43% á milli mánaða og um 99% á milli ára ef horft er á júní veltu.


Menningar-, afþreyingar- og tómstundastarfsemi heldur áfram að lifna við en 26,3% aukning er á innlendri kortaveltu í þeim lið á milli mánaða.

Litlar breytingar er á innlendri kortaveltu í verslunum á milli maí og júní. En heildarvelta í verslun jókst um 8% milli ára og nam 46 milljörðum kr. í júní síðastliðnum.

Velta í stórmörkuðum og dagvöruverslunum dróst saman milli maí og júní síðastliðnum en jókst um tæp 8% samanborið við sama tíma í fyrra. Velta jókst um 18,5% í raf- og heimilistækjaverslunum og í fataverslunum nam veltan 3,8 milljörðum eða 10% hærra en í júní á síðasta ári.


Kortavelta erlendra ferðamanna


Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis var 54% hærri nú í júní en hún var í maí s.l. Kortavelta erlendra ferðamanna var 9,42% af heildarkortaveltu í júní sem leið en í maí var sama hlutfall 6,49% og í apríl var það aðeins 4%. Kortavelta erlendra ferðamanna var 3,63% af heildarkortaveltu í júní 2020. Sama hlutfall var 26,8% í júní 2019 sem var síðasti venjulegi júní mánuður fyrir kórónaveirufaraldur.


Erlendir ferðamenn frá Bandaríkjunum eru ennþá ábyrgir fyrir stærstum hluta erlendrar kortaveltu hérlendis en þeir áttu 58,2% af allri erlendri kortaveltu hérlendis í júní s.l. Bretar og Þjóðverjar koma næstir með 7,5% og 7,2%.


Um gögnin

· Upplýsingar byggðar á kortaveltugögnum frá færsluhirðum, nánar tiltekið Valitor, Borgun, Kortaþjónustan og Netgíró (kortavelta frá Pei og Síminn Pay eru ekki innifalin). Gögnin koma frá færsluhirðum niðurbrotin á verslun og vefverslun

· Gögnin innhalda ekki einkaneyslulán (raðgreiðslur, yfirdráttur o.þ.h)

· Tímabilið er almanaksmánuðir (ekki hefðbundið kortatímabil)

· Gögnin innhalda bæði debet og kreditkort, einstaklinga og fyrirtækja (Fyrirtækjakort c.a. 8% af veltunni fyrir árið 2020)

· Gögnin sýna þróun á breytilegu verðlagi


Nánari upplýsingar veitir Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir Forstöðumaður RSV sigrun@rsv.is S: 822-1417


*Samanlögð innlend og erlend kortavelta í flokkunum verslun, þjónusta, opinber gjöld og úttektir á reiðufé.

141 views

Úttekt á kortaveltugögnunum

Rannsóknasetur verslunarinnar fór í ítarlega útttekt á kortaveltugögnunum sínum til þess að tryggja áframhaldandi gæði gagnanna og urðu nokkrar minniháttar breytingar á gögnunum fyrir árið 2023. RSV á

bottom of page