top of page

Erlend netverslun 12,5 milljarðar á árinu

Erlend netverslun á fyrri hluta ársins nemur 12,5 milljörðum króna. Á sama tíma á síðasta ári var erlend netverslun 11 milljarðar króna.


Erlend netverslun í júní 2023 nemur 2,46 milljörðum kr. en hún dregst saman um 5,5% milli mánaða. Fataverslun er langstærsti hlutinn af erlendri netverslun eða 1,1 milljarður króna. Þá vekur athygli að flokkurinn stórmarkaðir og dagvöruverslanir hefur tvöfaldast á milli ára en í þeim flokki er matvara af ýmsum toga.


Gögnin eru unnin af Rannsóknasetri verslunarinnar og Tollsviði Skattsins. RSV fær mánaðarlegar skýrslur frá tollafgreiðslu Skattsins. Þær innihalda upplýsingar frá innlendum tollmiðlurum, Íslandspósti og þeim fyrirtækjum sem vitað er til að flytji inn einstaklings sendingar frá erlendum netverslunum. Ítarlegri upplýsingar má finna í Netverslunarvísi RSV á Sarpinum.

63 views

Σχόλια


bottom of page