top of page

Erlend netverslun aldrei meiri

Erlend netverslun hefur aldrei mælst meiri síðan RSV hóf að safna saman gögnum um erlenda netverslun Íslendinga. Nýjar tölur fyrir nóvember 2023 sýna að Íslendingar eyddu 3,07 milljörðum króna í erlenda netverslun. Það er hækkun um 25,9% á milli ára. Vert er að taka það fram að netverslun innanlands í nóvember 2023 samkvæmt kortaveltugögnum RSV nemur tæpum 18 milljörðum króna.


Þá vekur athygli að flokkurinn bækur, blöð og hljómplötur hefur færst í aukana og fólk er að sjá hag sinn í því að kaupa bækur í erlendri netverslun. Sá flokkur hækkar um 45,7% á milli ára og nam 104 milljónum króna í nóvember.


Rannsóknasetur verslunarinnar hefur haldið úti netverslunarvísi RSV frá því í janúar 2022 með því að fá gögn um erlenda netverslun Íslendinga frá Tollinum. Vísitalan sýnir breytingu í umfangi erlendrar netverslunar á milli mánaða eftir tegundum verslunar. Tilgangurinn er að meta umfang og fylgjast með þróun erlendrar netverslunar. Upplýsingarnar eru mikilvægur þáttur í að greina neysluhegðun einstaklinga og gagnast verslunum og fyrirtækjum í landinu til að meta stöðu sína gagnvart erlendu vöruframboði og samkeppni. Vísitalan miðast við breytilegt verðlag.

55 views

Comments


bottom of page