Vísitala erlendrar netverslunar, Netverslunarvísir RSV, lækkar um 27,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan lækkað um 12,9%. Landsmenn keyptu því 12,9% minna frá erlendum netverslunum í janúar sl. miðað við í janúar í fyrra.
Mestur var samdrátturinn í flokki fataverslunar (-20,3%) og áfengisverslunar (-24,9%) en aukning var á milli ára í erlendri netverslun með vörur frá lyfja-, heilsu- og snyrtivöruverslunum (18,2%) og í erlendri netverslun með matvöru (59,2%).
Landsmenn keyptu vörur frá erlendum netverslunum fyrir tæpa 1,93 milljarða kr. í janúar sl. Þar af voru tæpar 912 milljónir kr. vegna fataverslunar, rúmar 234 milljónir kr. vegna verslunar með heimilisbúnað, raf- og heimilistæki og tæpar 174 milljónir kr. vegna byggingavöruverslunar. Til samanburðar keyptu landsmenn vörur frá innlendum netverslunum fyrir rúma 3,7 milljarða kr. í janúar sl. Þar af voru tæpar 296 milljónir kr. vegna fataverslunar, 987 milljónir kr. vegna verslunar með heimilisbúnað, raf- og heimilistæki og rúmar 157 milljónir kr. vegna byggingavöruverslunar.
Upplýsingum um erlenda netverslun landsmanna í janúar sl. hefur verið bætt við Netverslunarvísi RSV á Sarpi.
Nánari útskýringar um Netverslunarvísi RSV má nálgast í lýsigögnum.
Nánari upplýsingar veitir:
Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir
Forstöðumaður RSV
S: 533-3530
Comments