top of page

Gríðarleg aukning í erlendri netverslun

Ekkert lát er á netverslun Íslendinga í erlendri netverslun en Íslendingar eyddu 2,6 milljörðum króna í maí mánuði. Þetta er aukning um 31,4% á milli ára. Tæplega helmingur af innkaupunum eða rúmlega 1,2 milljarðar króna voru verslaðar í erlendum fataverslunum á netinu.


Í flokknum lyf, heilsu- og snyrtivörur hefur verið 90,6% aukning á innkaupum erlendis frá milli ára. Íslendingar virðast fagna auknu framboði af áfengi hér heima en áfengisinnkaup erlendis frá hafa minnkað um 14,6% milli ára.


Gögnin eru unnin af Rannsóknasetri verslunarinnar og Tollsviði Skattsins. RSV fær mánaðarlegar skýrslur frá tollafgreiðslu Skattsins. Þær innihalda upplýsingar frá innlendum tollmiðlurum, Íslandspósti og þeim fyrirtækjum sem vitað er til að flytji inn einstaklings sendingar frá erlendum netverslunum.


Ítarlegri upplýsingar má finna í Netverslunarvísi RSV á Sarpinum.

103 views
bottom of page