Innlend kortavelta í júlí 2023 nam 92,11 milljörðum króna en á sama tíma nam erlend kortavelta 41,75 milljörðum króna. Heildarvelta í júlí nam 133,86 milljörðum króna sem er aukning um 8,8% milli ára.
![](https://static.wixstatic.com/media/147c94_03d34d764164465a8e4bb1e7b3ef73a7~mv2.png/v1/fill/w_980,h_980,al_c,q_90,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/147c94_03d34d764164465a8e4bb1e7b3ef73a7~mv2.png)
Erlend kortavelta er því 31,19% af heildarveltu á landinu í júlí en það er 2,2% meiri hlutdeild en í júlí 2022. Þá hefur hlutdeild erlendrar kortaveltu aukist jafnt og þétt á árinu og aukist í hverjum mánuði í samanburði við síðasta ár.
![](https://static.wixstatic.com/media/147c94_9b37d31d528549508c0b81e7085f88ba~mv2.png/v1/fill/w_980,h_980,al_c,q_90,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/147c94_9b37d31d528549508c0b81e7085f88ba~mv2.png)
Þá voru Bandaríkjamenn sem áður í efsta sæti yfir hvaða land eyddi mestu í júlí en þeir eyddu 14,35 milljörðum króna í mánuðinum. Þjóðverjar voru í öðru sæti með tæpa 3 ma.kr, Bretar í því þriðja með 1,92 ma.kr., Frakkar í fjórða með 1,81 ma.kr. og Sviss í fimmta sæti með 1,55 ma.kr.
![](https://static.wixstatic.com/media/147c94_7c8c31beb7ad4b7e833f04f6df1fc954~mv2.png/v1/fill/w_980,h_980,al_c,q_90,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/147c94_7c8c31beb7ad4b7e833f04f6df1fc954~mv2.png)