top of page

Hver verður jólagjöf ársins 2021?

RSV leitar til innlendra verslana eftir tillögum að jólagjöf ársins


Í ár munum við hjá RSV endurvekja verkefnið Jólagjöf ársins sem legið hefur í dvala frá árinu 2015. Tilgangur verkefnisins er að greina hluta af neysluhegðun landans í aðdraganda jóla og vekja athygli á verslun í landinu.


Verkefnið fer þannig fram að upplýsinga er óskað frá neytendum og verslunum um vinsælar sérvörur í aðdraganda jóla. Rýnihópur RSV, sem skipaður verður völdum neytendafrömuðum, mun svo koma saman og velja jólagjöf ársins út frá gefnum upplýsingum og forsendum. Niðurstaðan verður svo birt um miðjan desember.


Forsendur rýnihópsins við val á jólagjöf ársins eru:

  • Vara sem selst vel

  • Vara sem er vinsæl meðal neytenda

  • Vara sem fellur vel að tíðarandanum


Til þess að fá upplýsingar um hvaða vörur seljast best leitar RSV til verslana í landinu. Óskað verður eftir upplýsingum um þrjár mest seldu sérvörur nóvembermánaðar en tryggt verður að gagnaskil fari fram með einföldum hætti svo þátttaka verði sem minnst íþyngjandi. Upplýsinga verður svo aflað frá neytendum með könnun.


Við hvetjum verslanir til að taka þátt!


Til að tilkynna um þátttöku senda forsvarsmenn verslana einfaldlega tölvupóst á sigrun@rsv.is með upplýsingum um nafn verslunar og tengilið hennar. Þátttakendur fá svo sendar upplýsingar um vefform fyrir gagnaskil í tölvupósti. Miðað er við að gagnaskil fari fram dagana 1.-3. desember nk. en þá daga verður gögnum jafnframt safnað í gegnum síma.


Jólagjafir fyrri ára:

  • 2006 Ávaxta- og grænmetispressa

  • 2007 GPS staðsetningatæki

  • 2008 Íslensk hönnun

  • 2009 Jákvæð upplifun

  • 2010 Íslensk lopapeysa

  • 2011 Spjaldtölva

  • 2012 Íslensk tónlist

  • 2013 Lífstílsbók

  • 2014 Nytjalist

  • 2015 Þráðlausir hátalarar eða heyrnartól





384 views

Úttekt á kortaveltugögnunum

Rannsóknasetur verslunarinnar fór í ítarlega útttekt á kortaveltugögnunum sínum til þess að tryggja áframhaldandi gæði gagnanna og urðu nokkrar minniháttar breytingar á gögnunum fyrir árið 2023. RSV á

bottom of page