top of page

Innlend kortavelta mikil framan af maí

Það fór líklega ekki framhjá mörgum þegar strangasta hluta samkomubannsins var aflétt þann 4. maí síðastliðinn. Afléttingin náði til ýmissa þjónustugreina sem höfðu þurft að leggja niður starfsemi vikurnar á undan. Þannig máttu, svo dæmi séu nefnd hárgreiðslustofur, snyrtistofur, tannlæknastofur, sjúkraþjálfarar og nuddarar opna dyr sínar á nýjan leik. Þegar rýnt er í innlenda kortaveltu eftir dögum má sjá að landsmenn tóku opnunum fagnandi enda margir voru orðnir áfjáðir í að komast á nýjan leik í klippingu, sjúkraþjálfun og álíka. Þjónustufyrirtæki hafa almennt farið verr út úr COVID-ástandinu en verslanir ef miðað er við greiðslukortatölfræði Rannsóknasetursins. Raunar sýndu innlendar kortatölur fyrir aprílmánuð 11% aukningu innlendrar kortaveltu í verslunum frá sama mánuði í fyrra á meðan mikill samdráttur var í kortaveltu þjónustufyrirtækja. Myndin að neðan sýnir kortaveltu Íslendinga innanlands eftir dögum frá 1. apríl til 20. maí. Inn á myndina er einnig teiknuð meðaltalskortavelta á dag fyrir tímabilin frá 1. apríl til 3. maí annars vegar og frá 4. til 20. maí hins vegar.

Dagleg meðalvelta innlendra korta hérlendis hækkaði miðað við þetta um 43% á milli tímabilanna tveggja, fyrir og eftir afléttinguna 4. maí. Veltan þessa fyrstu 17 daga eftir afléttingu ströngustu takmarkana var þá jafnan um 15% hærri en dagleg meðalvelta innlendra korta í maí í fyrra. Hafa ber í huga að maí er jafnan veltuhærri mánuður en apríl en einnig að tölurnar eru á nafnvirði.

12 views

Úttekt á kortaveltugögnunum

Rannsóknasetur verslunarinnar fór í ítarlega útttekt á kortaveltugögnunum sínum til þess að tryggja áframhaldandi gæði gagnanna og urðu nokkrar minniháttar breytingar á gögnunum fyrir árið 2023. RSV á

bottom of page