Jólagjöf ársins 2023 eru samverustundir. Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) hefur valið jólagjöf ársins frá 2006 en þá var valin ávaxta- og grænmetispressa.
RSV gerði könnun á meðal Íslendinga þar sem spurt var hvað vill fólk í jólagjöf og hafa samverustundir og/eða upplifanir verið eftirsóttur valkostur. Sjö manna jólanefnd skipuð af RSV kom saman í síðustu viku og komst að þeirri niðurstöðu að samverustundir átti vel við tíðarandann í íslensku samfélagi í dag. Þá geta samverustundir þýtt svo margt, hvort sem það er gjafabréf í bíó eða gjafabréf út að borða að þá getur það einnig þýtt klukkutíma tiltektarheimsókn til afa og ömmu. En jólin snúast einmitt mest um það að eiga góða stund saman með þeim nánustu.
Jólagjafir ársins frá RSV:
2023 Samverustundir 2022 Íslenskar bækur og spil 2021 Jogginggalli 2015 Þráðlausir hátalarar eða heyrnartól 2014 Nytjalist 2013 Lífstílsbók 2012 Íslensk tónlist 2011 Spjaldtölva 2010 Íslensk lopapeysa 2009 Jákvæð upplifun 2008 Íslensk hönnun 2007 GPS staðsetningatæki 2006 Ávaxta- og grænmetispressa
Jólanefnd RSV skipuðu:
Aldís Eva Kristjánsdótitir, stafrænn markaðssérfræðingur Kringlunnar Sandra Arnarsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar Elva Kristjánsdóttir, verkefnastjóri markaðsmála hjá Glerártorgi Róbert Aron Magnússon, verkefnastjóri Miðborgarinnar Brynja Dan Gunnarsdóttir, eigandi Extraloppunnar Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri fræðslu og kynninga hjá Sorpu
og Daði Guðjónsson, markaðsstjóri Krónunnar.
Comments