top of page

Jogging gallinn er jólagjöf ársins 2021

Í ár ákváðum við hjá RSV að endurvekja verkefnið Jólagjöf ársins sem legið hefur í dvala frá árinu 2015. Verkefnið fór þannig fram að upplýsinga var aflað frá neytendum og verslunum um vinsælar sérvörur í aðdraganda jóla. Rýnihópur RSV kom svo saman og valdi jólagjöf ársins.

Áberandi samhljómur var í umræðu rýnihóps RSV í ár og þeim hugmyndum sem fram komu um jólagjöf ársins. Greinilegt er að ástand sem kórónaveirufaraldurinn hefur skapað undanfarin tvö ár hefur eitthvað um það að segja hvernig neysluhegðun er í aðdraganda jóla þetta árið. Tíðarandinn virðist kalla á aukna vellíðan. Tillögur rýnihópsins að jólagjöf ársins einkenndust af auknum þægindum og vellíðan, einhverju notalegu og kósý, aukinni samveru og flestar hugmyndir mátti beint eða óbeint tengja við heilsu, bæði andlega og líkamlega. Tíðarandinn kallar einnig greinilega á aukna umhverfisvitund en í umræðum rýnihópsins mátti líka greina samhljóm um mikilvægi meðvitaðra neysluhátta, að vörur hefðu notagildi og væri jafnvel hægt að endurnýta.


Notalegur fatnaður var það sem oftast bar á góma í umræðunum en það getur einmitt rímað við jólagjafaóskir neytenda skv. netkönnun Prósent. Líklega er það Covid ástandið og álagið undanfarin tvö ár sem gerir það að verkum að þægindi voru alsráðandi í umræðunum og aukin meðvitund um notagildi sem hafa haft áhrif á svarið við rannsóknarspurningunni í ár. En niðurstaðan er að jólagjöf ársins 2021 skuli vera; Jogging gallinn.


Jogging gallinn er vinsæll meðal neytenda, hann selst vel og fellur einstaklega vel að tíðarandanum. Jogging gallinn er bæði heimagalli en líka tískuvara. Hann er til á alla aldurshópa og öll kyn. Jogging gallinn hefur mikið notagildi, er þægilegur og kósý og fellur því einstaklega vel að tíðarandanum. Jogging gallinn hefur á síðustu árum notið aukinna vinsælda og þróast úr því að vera íþrótta- eða heimafatnaður yfir í að vera háklassa tískuvara. En í dag má finna jogging galla frá flestum helstu tískuhúsum heims.

Hinn alræmda AirFryer bar einnig á góma í umræðum rýnihópsins en hann virðist vera með vinsælli raftækjum í ár. Upplýsingar frá verslunum gáfu einnig til kynna að AirFryer væri mest selda sérvara nóvembermánaðar, en a.m.k. 1600 stk. seldust í innlendum verslunum í nóvember sl.


Svipa vinsældir hans jafnvel til fótanuddtækisins sem var svo vinsælt hér um árið. Líklega hafa nuddbyssur verið fótanuddtæki ársins 2020 ef marka má umræður rýnihópsins.


Nánar má lesa um jólagjöf ársins hér.


Nánari upplýsingar veitir

Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir

Forstöðumaður RSV

sigrun@rsv.is

s: 533 3530

123 views

Úttekt á kortaveltugögnunum

Rannsóknasetur verslunarinnar fór í ítarlega útttekt á kortaveltugögnunum sínum til þess að tryggja áframhaldandi gæði gagnanna og urðu nokkrar minniháttar breytingar á gögnunum fyrir árið 2023. RSV á

Comments


bottom of page