top of page

Ferðamannavelta í febrúar upp um 37%

Heildar greiðslukortavelta* í febrúar sl. nam rúmum 75,7 milljörðum kr. og jókst um 17,3% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Aukning varð á kortaveltu erlendra ferðamanna en hún rúmlega sjöfaldaðist á milli ára. Villa sem kom upp við gagnavinnslu RSV í febrúar hefur nú verið leiðrétt.


Þau bagalegu mistök urði við vinnslu kortaveltu RSV í febrúar að rangt skjal barst í gagnagrunn RSV með þeim afleiðingum að veruleg skekkja varð á fyrstu birtingu kortaveltunnar nú í morgun. PX-Gagnasöfn og skýrslur hafa nú verið uppfærðar með leiðréttum upplýsingum. Við biðjum notendur RSV innilegrar afsökunar á þeim óþægindum sem villan olli og þökkum fyrir að hún uppgötvaðist snemma.


Ný heimasíða RSV fór í loftið um mánaðarmótin og innan skamms hefst þar áskriftasala að lokuðum innri vef, Sarpi, þar sem gögn og útgáfur RSV verða aðgengileg. Vonir standa til að Sarpurinn verði tilbúinn fyrir næstu útgáfu kortaveltu RSV svo líklega er hér á ferð síðasta gjaldfrjálsa birting veltunnar. Um er að ræða nýtt staðlað form á birtingu korta-veltunnar sem inniheldur helstu upplýsingar auk nokkurra nýjunga s.s. vísitölu veltu í verslun, vísitölu erlendrar veltu Íslendinga og vísitölu ferðamannaveltu.


217 views

Comments


bottom of page