top of page

Velta erlendra ferðamanna í júní ekki hærri frá upphafi mælinga

Heildar greiðslukortavelta* í júní sl. nam rúmum 116,7 milljörðum kr. og jókst um 27,4% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.


Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam rúmum 28,3 milljörðum kr. í júní sl. og jókst um 48,6% á milli mánaða. Veltan hefur ekki mælst hærri í júnímánuði frá upphafi mælinga, árið 2012, en hún mældist áður hæst árið 2018, þá var hún rúmir 25,5 milljarðar kr. Hlutfall erlendrar kortaveltu af heildarkortaveltu á Íslandi var 24,3% í júní sl. en sama hlutfall var tæp 26,8% í júní 2019.


Kortavelta Íslendinga hérlendis nam tæpum 88,4 milljörðum kr. í júní sl. og jókst um 6,45% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í verslun nam tæpum 47 milljörðum kr. í júní sl. sem er 0,96% meira en á sama tíma í fyrra miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í verslun á netinu nam rúmum 3,2 milljörðum kr. í júní sl. og jókst hún um rúm 11,4% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í þjónustu nam rúmum 41,4 milljarði kr. í júní sl. og jókst hún um rúm 13% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.


Heildar velta innlendra greiðslukorta í verslunum og þjónustu erlendis nam rúmum 22,9 milljörðum kr. í maí sl. og hefur ekki verið hærri frá upphafi mælinga, árið 1997. Veltan jókst um rúma 11,9 milljarða kr. frá fyrra ári.


Nánar má lesa um kortaveltu í júní s.l. í mánaðarlegri samantekt RSV hér fyrir neðan:


210 views

Opmerkingen


bottom of page