Samdráttur í innlendri verslun á milli ára en aukning í ferðalögum
- Rannsóknasetur verslunarinnar
- Apr 7, 2022
- 1 min read
Heildar greiðslukortavelta* í mars sl. nam rúmum 91,3 milljörðum kr. og jókst um 26,5% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.
Innlend kortavelta í verslun dróst saman um tæp 3,7% á milli ára á meðan þjónustutengd kortavelta jókst um rúm 30,3%, miðað við breytilegt verðlag. Landsmenn eyddu a.m.k. tæpum tveimur milljörðum í skipulögð ferðalög í mars sl. en kortavelta í flokknum Ferðaskrifstofur og skipulagðar ferðir rúmlega sexfaldaðaist á milli ára.
Nánar má lesa um kortaveltu í mars s.l. í samantekt RSV hér fyrir neðan:
*Samanlögð innlend og erlend kortavelta í flokkunum verslun, þjónusta, opinber gjöld og úttektir á reiðufé