top of page

Leiðrétting vegna breytinga í úttektum á reiðufé

Á seinni hluta ársins hefur mikil aukning orðið í úttektum á reiðufé í gagnasafni RSV um innlenda greiðslumiðlun. Við nánari skoðun hefur komið í ljós að sú aukning er tilkomin vegna breytinga á markaði með færsluhirðingar en ekki vegna aukinnar veltu innlendra greiðslukorta. Leiðréttingar hafa verið gerðar á tímaröð innlendrar greiðslumiðlunar til að koma í veg fyrir þá skekkju sem breytingin veldur.


Í haust fór að berast með gögnum til RSV velta debetkorta í bönkum og hraðbönkum sem áður fór í gegnum Reiknistofu bankanna (RB) en þær upplýsingar voru ekki hluti af gagnasafni RSV fyrir þann tíma. Þetta olli skekkju í tímaröðinni sem gerði það að verkum að ofmat varð á heildarveltu á seinni hluta ársins og ársbreyting frá fyrra ári sýndi því ekki rétta mynd.


Til að koma í veg fyrir þá skekkju sem breytingin veldur hefur velta í bönkum og hraðbönkum, úttektir á reiðufé, verið tekin út úr heildarsummu greiðslukortaveltu í tímaröð innlendrar greiðslumiðlunar RSV frá mars 2017.


Upplýsingar um úttektir á reiðufé verða þó áfram aðgengilegar í gögnum RSV á Sarpi, en þær má finna neðst í töflu um innlenda greiðslumiðlun.


Nánari um greiðslukortaveltu innanlands og aðra tölfræði RSV hér.

Nánari upplýsingar veitir:

Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir

Forstöðumaður RSV

sigrun@rsv.is

S: 533-3530


88 views
bottom of page