top of page

Samdráttur í erlendri netverslun

RSV hefur nú birt tölur um erlenda netverslun fyrir septembermánuð og nam hún rúmum 2,4 milljörðum. Í fyrsta sinn í tvö ár var ekki aukning á erlendri netverslun samanborið við sama mánuð árið á undan heldur dróst hún örlítið saman eða um 0,24%. Sé horft á breytingu milli september og ágústmánaða á þessu ári nemur lækkunin 9,5%.


Hægt er að skoða þróun erlendrar netverslunar og undirflokka hennar á veltan.is en einnig býður RSV upp á sérstaka netverslunarskýrslu þar sem greindur er innflutningur úr erlendri netverslun niður á tollflokka.


ree

 
 
bottom of page