top of page

Singles Day hrynur í vinsældum

Neytendur nýttu ekki Singles Day til þess að versla jólagjafir í ár en neysla á Singles Day hrundi miðað við ný gögn frá Rannsóknasetri verslunarinnar. Netverslun á Singles Day dróst saman um tæp 40% í netverslun á milli ára. Þá var samdrátturinn tæp 16% í verslun.

Þá er líkleg skýring að Singles Day hitti á laugardag í ár en Singles Day ber alltaf upp á 11. nóvember á hverju ári en Íslendingar virðast hafa nýtt föstudagurinn 10. nóvember betur og var eyðslan meiri á föstudeginum heldur en á Singles Day sjálfum.

Heildarnetverslun á Singles Day nam 984 milljónum króna en á föstudeginum fyrir Singles Day nam heildarnetverslun 1,02 milljarði króna. Þá var netverslun á Singles Day árið 2022 1,6 milljarður króna.



Vinsældir Black Friday aukast


Black Friday er langvinsælasti afsláttardagur nóvember og jókst netverslun á Black Friday um 23% og almenn verslun um 11,5%. Heildarvelta dagsins nemur 5,3 milljörðum króna og þar af 1,15 milljarðar í netverslun.

Vinsældir Cyber Monday aukast örlítið en heildarvelta er 3,9 milljarðar króna og þar af 920 milljónir króna í netverslun. Netverslun á Cyber Monday eykst um 4% á milli ára en um 20% í almennri verslun.


Dagarnir á undan Black Friday vinsælir í netverslun


Afsláttardagarnir voru ekki eingöngu þessir stóru þrír dagar en fyrirtæki hafa nýtt sér það betur að dreifa dögunum fyrir og í kringum þessa afsláttadaga. Það sést á föstudeginum fyrir Singles Day sem dæmi en vikan fyrir Black Friday er einnig vinsæl, sérstaklega í netverslun. Á mánudeginum fyrir Black Friday er 98% aukning í netverslun, á þriðjudeginum 88% aukning, á miðvikudeginum 66% aukning og á fimmtudeginum 59% aukning.


Dagleg tíðni í nóvember 2020-2023






Topplistinn


Netverslun

Almenn verslun

Munur frá 2022

  1. Black Friday

1,158 ma.kr.

4,207 ma.kr.

+13,7%

2. Föstudagurinn fyrir Singles Day (10.11)

1,022 ma.kr.

3,748 ma.kr.

+50,8%

3. Cyber Monday

920 m.kr.

3,004 ma.kr.

+16,0%

4. Singles Day

984 m.kr.

2.728 ma.kr.

-23,7%




151 views
bottom of page