top of page

Smásöluvísitalan hefur verið birt fyrir ágúst mánuð

Líkt og innlendu kortaveltu tölurnar fyrir byggingavöruverslanir báru með sér í ágúst er sveifla til lækkunar á milli mánaða en aukning á veltu á milli ára. En sala jókst um 14,85% í byggingavörverslunum á milli ára en dróst saman um 6,51% á milli mánaða, miðað við breytilegt verðlag.


Smásöluvísitalan sýnir þróun í veltu verslana í ýmsum greinum smásölu frá mánuði til mánaðar. Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) safnar mánaðarlega upplýsingum um veltu verslana í þeim flokkum sem vísitalan lýsir. Tilgangurinn er tvíþættur, annars vegar að gefa fyrstu vísbendingar um þróun neyslu innanlands og hins vegar að lýsa rekstrarskilyrðum verslana hérlendis.


Veltuvísitala smásölu nýtist bæði opinberum aðilum og einkaaðilum við mat á efnahagsþróun til skamms tíma þar sem hún er tiltölulega kvikur mælikvarði á einkaneyslu og með stuttan vinnslutíma. Vísitalan getur einnig nýst við ákvarðanatöku um rekstur verslana, til dæmis við áherslubreytingar í vöruframboði.


Gerð er grein fyrir þróun vísitölunnar með mánaðarlegri tilkynningu og upplýsingar eru aðgengilegar öllum á vef RSV. Þar að auki gefst þátttakendum kostur á að kaupa sérskýrslur sem sýna þeirra markaðshlutdeild miðað við heild í viðeigandi flokki.


Frekari upplýsingar má finna hér.

52 views

Úttekt á kortaveltugögnunum

Rannsóknasetur verslunarinnar fór í ítarlega útttekt á kortaveltugögnunum sínum til þess að tryggja áframhaldandi gæði gagnanna og urðu nokkrar minniháttar breytingar á gögnunum fyrir árið 2023. RSV á

bottom of page