top of page

Nýir tímar með Sarpi RSV

Í dag verða mikil tímamót fyrir hagaðila innlendrar verslunar og þjónustu þegar Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) opnar nýjan notendavef, Sarpinn.


Sarpurinn inniheldur allar helstu tölfræðiupplýsingar, kortaveltugögn, vísitölur, rannsóknir og greiningar er varða verslun og þjónustu í landinu. Allt aðgengilegt á einfaldan og þægilegan hátt og allt á einum stað. Markmið RSV er að hafa allar upplýsingar er varða verslun og þjónustu í landinu aðgengilegar á einum stað.


Töluverð breyting verður á starfsemi setursins í kjölfarið þar sem aðgangur að gögnum og greiningum verður nú seldur í áskrift. Áskriftarsala er þegar hafin og fer hún fram hér. Þeir sem þegar hafa skráð sig í áskrift í forskráningu munu fá sendar notendaupplýsingar í dag.


Á Sarpinum má finna:


Mælaborð verslunarinnar þar sem aðgengilegar eru allar helstu tölfræðiupplýsingar um verslun á einum stað.


Kortaveltusvæði með gögnum RSV um kortaveltu, bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna. Kortaveltan er sundurliðuð eftir þjóðerni og tegundum verslana og þjónustu auk þess sem netverslun er sundurgreind frá verslun í búðum.


Vísitölusvæði með hinum ýmsu vísitölum verslunar og þjónustu. Til að mynda vísitölu smásöluveltu, vísitölu hrávöruverðs og Netverslunarvísi RSV sem gefinn verður út í fyrsta sinn á árinu 2022.


Útgáfusvæði þar sem útgáfur og rannsóknir RSV eru aðgengilegar.


Sarpurinn verður í stöðugri þróun og munu spennandi nýjungar reglulega líta þar dagsins ljós. Markmiðið er að hafa allar upplýsingar er varða verslun og þjónustu í landinu aðgengilegar á einum stað. Til þess að tryggja að Sarpurinn uppfylli þarfir notenda hvetjum þá til að hafa samband á rsv@rsv.is með ábendingar um það sem betur má fara á nýja notendavefnum. Einnig hvetjum við notendur til að hafa samband með tillögur að efni sem þeir vilja sjá á Sarpinum.



300 views

Úttekt á kortaveltugögnunum

Rannsóknasetur verslunarinnar fór í ítarlega útttekt á kortaveltugögnunum sínum til þess að tryggja áframhaldandi gæði gagnanna og urðu nokkrar minniháttar breytingar á gögnunum fyrir árið 2023. RSV á

bottom of page