top of page

Verdgattin.is kynnt til leiks á næstu vikum

Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) hefur tekið að sér nýtt og spennandi verkefni sem mun auðvelda aðilum vinnumarkaðarins að fylgjast náið með þróun verðlags á samningstíma nýgerðra kjarasamninga með það að markmiði að auka aðhald á neytendamarkaði.


Með kjarasamningum SA við VR og stéttarfélög iðnaðarmanna, dags. 12. desember 2022, fylgir sameiginleg yfirlýsing samningsaðila um að fylgjast náið með þróun verðlags á samningstímanum. RSV hefur í kjölfarið verið falið að setja upp verðgátt þar sem neytendur geta fylgst með verði dagsins á helstu neysluvörum stærstu matvöruverslana landsins.

Hlutverk RSV felst í að:

  • Hafa umsjón með verkefninu

  • Hanna og setja upp gagnagrunn

  • Forrita sjálfvirkar tenginga gagnagrunns við verslanir

  • Forrita, hanna og setja upp vefsíðu sem sýni verð dagsins á fjölda vörutegunda, þróun á verði og samanburð milli verslana þannig að neytendur geti sett saman sína innkaupakörfu á síðunni og fengið samanburð á verði hennar milli verslana

  • Móttaka dagleg gögn um vöruverð og hafa eftirfylgni með gagnaskilum

  • Útbúa kynningarefni til að koma vefsíðunni í sem mesta dreifingu og notkun

  • Að hýsa gagnagrunn og vefsíðu

  • Sjá um viðhald, uppfærslur á gagnagrunni og tengingum

  • Sjá um viðhald, uppfærslur á heimasíðu

Samningur um verkefnið var undirritaður í dag í Ráðherrabústaðnum. Samningurinn er á milli menningar- og viðskiptaráðuneytisins og Rannsóknasetur verslunarinnar og leggur menningar- og viðskiptaráðuneytið 10 milljónir króna til verkefnisins. Verkefnið er hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna fyrrnefndra kjarasamninga til að auka aðhald á neytendamarkaði með því að bæta aðgengi almennings að upplýsingum um þróun verðlags og skapa þannig hvata fyrir fyrirtæki til að halda aftur af verðhækkunum.


Vinna stendur nú yfir við að setja upp gáttina og mun hún opna almenningi á næstu vikum á vefslóðinni verdgattin.is.

Menningar- og viðskiptaráðherra, forsætisráðherra og forstöðumaður RSV við undirritun samningsins í Ráðherrabústaðnum í dag.

Tilkynningu ráðuneytisins um verkefnið má lesa hér.

301 views

Úttekt á kortaveltugögnunum

Rannsóknasetur verslunarinnar fór í ítarlega útttekt á kortaveltugögnunum sínum til þess að tryggja áframhaldandi gæði gagnanna og urðu nokkrar minniháttar breytingar á gögnunum fyrir árið 2023. RSV á

bottom of page