• Rannsóknasetur verslunarinnar

Verslun rýkur upp í þriðju bylgjunni

Líkt og í fyrstu bylgju farsóttarinnar jókst innlend verslun töluvert þegar veiran lét á sér kræla á ný. Á sama tíma og verslun eykst minnkar bæði neysla á þjónustu og neysla erlendis.


Íslendingar halda uppteknum hætti í verslun á tímum kórónuveirufaraldursins og jókst verslun um 26,3% milli ára í septembermánuði. Velta í verslun nam 39,2 milljörðum kr. og dróst lítillega saman milli mánaðana ágúst og september eða um 1,87% (749 milljónir kr.). Heildarkortavelta var þá 68,5 milljarðar í mánuðinum og jókst um 9% milli ára.


Velta í stórmörkuðum og dagvöruverslunum nam 16,6 milljörðum kr. í mánuðnum sem leið. Velta flokksins jókst um rúmlega 21% milli ára. Aukin heimavinna auk sóttkvíar á vafalaust þátt í aukningu dagvöruverslunar með greiðslukortum. Á móti má ætla að umsvif mötuneyta vinnustaða sem dæmi hafi dregist saman.


Fataverslun jókst um 36% á milli ára í september og rétt tæp 9% frá því í ágúst sl. Í fyrstu bylgju faraldursins í vor, mátti sjá töluverðan samdrátt í fataverslun ólíkt því sem var í síðasta mánuði.


Aðrir flokkar sérvöru hækkuðu einnig frá fyrra ári. Veruleg veltuaukning varð í verslunum með byggingavörur og verslunum með raf- og heimilistæki. Í fyrrnefnda flokknum jókst veltan um 45% milli ára og nam 3,3 milljörðum kr. Í þeim síðarnefnda nam veltan alls 2,6 milljörðum og jókst um tæp 54% milli ára.


Talnaefni

Recent Posts

See All

Mikil verslun á veirutímum

Aukning hefur orðið á innlendri kortaveltu í verslun milli ára í hverjum mánuði frá því í mars síðastliðnum. Í októbermánuði versluðu Íslendingar vörur fyrir 42 milljarða kr. með kortum sínum og jókst

Smásöluvísitalan bergmálar kortaveltu tölur

Smásöluvísitalan hefur verið birt fyrir september mánuð. Líkt og innlendu kortaveltu tölurnar báru með sér, er mikil aukning á veltu milli ára í september. Til að mynda jókst sala á gólfefnum um 35,2%

Shopping Basket

Rannsóknasetur verslunarinnar

Hagtölur og rannsóknir í verslun
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN!

© 2020 Rannsóknasetur verslunarinnar

Staðsetning:

  Háskólinn á Bifröst,
  311 Borgarbyggð,

  Sími: 533 3530 

  GSM: 868 4341 eða 868 8825