top of page

Aukin velta í smásöluverslun undanfarið ár

Velta í stórmörkuðum og matvöruverslunum jókst um 0,5% á föstu verðlagi í janúar og febrúar miðað við sama tímabil í fyrra og jókst um 12,6% á breytilegu verðlagi. Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 12,1% á tímabilinu.


Fataverslun var 17,5% meiri í janúar og febrúar miðað við sama tímabil í fyrra á föstu verðlagi en jókst um 24,5% á breytilegu verðlagi á sama tímabili.


Velta í lyfjaverslun var 12,8% meiri í janúar og febrúar miðað við sama tímabil í fyrra á föstu verðlagi en jókst um 18,3% á breytilegu verðlagi á sama tímabili.


Sala áfengis minnkaði þó um 8,7% í janúar og febrúar miðað við sama tímabil árið áður á föstu verðlagi og dróst saman um 2,5% á breytilegu verðlagi. Verð á áfengi var 6,9% hærra í á þessu tímabili í ár en í fyrra.


RSV reiknar og birtir vísitölu smásöluverslunar á tveggja mánaða fresti. Vísitalan sýnir þróun í veltu verslana í ýmsum greinum smásölu, samkvæmt virðisaukaskattskýrslum, á milli tímabila sem spanna tvo mánuði í senn. Vísitalan er birt bæði á föstu og breytilegu verðlagi og árstíðaleiðrétt. Fast verð miðast við viðeigandi undirvísitölur vísitölu neysluverðs.


Vísitala smásöluverslunar í janúar og febrúar sl. hefur verið uppfærð á Sarpi RSV.

Nánari upplýsingar veitir:

Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir

Forstöðumaður RSV

S: 533-3530

79 views

Úttekt á kortaveltugögnunum

Rannsóknasetur verslunarinnar fór í ítarlega útttekt á kortaveltugögnunum sínum til þess að tryggja áframhaldandi gæði gagnanna og urðu nokkrar minniháttar breytingar á gögnunum fyrir árið 2023. RSV á

댓글


bottom of page